Songtexte.com Drucklogo

Lífið er lotterí Songtext
von Papar

Lífið er lotterí Songtext

Um frægðarmenn og kappa við fáum oft að heyra
En fáa veit ég líka honum Siglufjarðar-Geira
Að erfiðleikum sínum hann alltaf gaman henti
Og ef að hann í sérstöku klammaríi lenti
Sagð′ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

Í æsku hans á böllum voru áflog fastur liður
Og allra manna fyrstur var hann jafnan sleginn niður
En þegar hann svo stóð upp aftur eftir meðferð slíka
Með augu bólkin, sprungna vör og nefið brotið líka
Sagð'ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"


Hann ungur gerðist formaður á mótorbátnum Brandi
Og bein úr sjó hann aldrei dró, en lenti oft í strandi
En Geira stóð á sama, hann öxlum sínum yppti
Og er hann bátnum strandaði í tuttugasta skipti
Sagð′ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

Hann eitt sinn fékk sér konu; af öðrum konum bar hún
En ekki nema' í meðallagi dyggðug kona var hún
Hún elskaði hann talsvert, en aðra talsvert meira
Og er hún að lokum skildi við manninn sinn hann Geira
Sagð'ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

En dag einn sýndist karlinn eitthvað lumbrulegur vera
Og læknarnir þeir tóku hann og fóru strax að skera
Og er þeir höfðu burt úr honum skorið fleira og fleira
Svo fækkað hafði stórlega innyflum í Geira
Sagð′ann:


"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

Og kvöld eitt fékk hann aðkenning af alvarlegu slagi
Og innan stundar fékk hann slag af miklu verra tagi
Og þegar nóttin lagðist yfir haf og yfir hauður
Og heiðurskarlinn Geiri virtist loksins alveg dauður
Sagð′ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

Sagð'ann:

"Lífið er lotterí
Já, það er lotterí
Já, það er lotterí
Og ég tek þátt í því"

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Papar

Quiz
In welcher Jury sitzt Dieter Bohlen?

Fans

»Lífið er lotterí« gefällt bisher niemandem.