Songtexte.com Drucklogo

Hæ hoppsa-sí Songtext
von Papar

Hæ hoppsa-sí Songtext

Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Vertu kátur, núna, nafni minn

Við siglum beint í austurátt
Yfir Atlandshafið fagurblátt
Og sólin skín á himni hátt
Vertu kátur, núna, nafni minn

Og seglum skartar gnoðin glatt
Eins og glysgjörn snót með nýjan hatt
Og ögn hún hallar undir flatt
Vertu kátur, núna, nafni minn

Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Vertu kátur, núna, nafni minn


Og stinnur byr í stögum hvín
Eins og strokin séu fíólín
Aldan freyðir eins og vín
Vertu kátur, núna, nafni minn

Og óðum styttist áfanginn
Og að okkur flykkist mávurinn
Með gamalkunna sönging sinn
Vertu kátur, núna, nafni minn

Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Vertu kátur, núna, nafni minn

Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Vertu kátur, núna, nafni minn

Og nú rýs England upp úr sjó
Með sín akurlönd og grænan skó′
Og lyfjagrös og lyng í mó
Vertu kátur, núna, nafni minn


Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa
Vertu kátur, núna, nafni minn

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Beliebte Songtexte
von Papar

Fans

»Hæ hoppsa-sí« gefällt bisher niemandem.