Songtexte.com Drucklogo

Serbinn Songtext
von Bubbi Morthens

Serbinn Songtext

Spegilmyndir
á votu malbiki
öskur trúðsins í nóttinni.
Grátur eldsins
inní sólinni
fegurðin kemur frá sálinni
sólin svíður
svarta moldina
líf sprettur af svitanum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.


Sáðmaðurinn
yrkir jörðina
hláturinn kemur frá akrinum
móðurmjólkina
sýgur sakleysið
frelsið fæðist í hjartanu
endurfæddur
útí auðninni
sigurglampi í augunum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið

serbneskt blóm.

Skuggar kvöldsins
kæla herðarnar
ljósin kyssa gluggana
bjarminn frá eldinum
sýnir rúnirnar
ristar í andlitum mannanna
með svefninum
koma minningar
votar grafir hetjunnar.

Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.


Spegilmyndir
á votu malbiki
öskur trúðsins í nóttinni.
Grátur eldsins
inní sólinni
fegurðin kemur frá sálinni
sólin svíður
moldina
líf sprettur af svitanum.
Títóismi í knýttum bökum
eitt lítið, eitt lítið
serbneskt blóm.

Songtext kommentieren

Log dich ein um einen Eintrag zu schreiben.
Schreibe den ersten Kommentar!

Quiz
Wer singt über den „Highway to Hell“?

Fans

»Serbinn« gefällt bisher niemandem.